Ngog með tvö í sigri Liverpool

Joe Cole var fljótur að skora í kvöld.
Joe Cole var fljótur að skora í kvöld. Reuters

Liverpool vann sannfærandi sigur á Steaua frá Búkarest í Evrópudeild UEFA í knattspyrnu, 4:1, þegar liðin mættust á Anfield í Liverpool í kvöld.

Í hinum leik riðilsins gerðu Napoli og Utrecht frá Hollandi 0:0 jafntefli á Ítalíu.

Liverpool fékk heldur betur óskabyrjun því eftir aðeins 25 sekúndna leik skoraði Joe Cole fyrir enska liðið, 1:0.

Forystan hélst þó ekki lengi því Christian Tanese jafnaði fyrir Rúmenana strax á 13. mínútu.

Staðan var 1:1 í hálfleik en á 55. mínútu fékk Liverpool vítaspyrnu og úr henni skoraði David Ngog, 2:1.

Brasilíumaðurin Lucas Leiva kom síðan Liverpool í 3:1 á 81. mínútu með föstu skoti af 20 metra færi.

Það var síðan David Ngog sem var á  ferðinni í uppbótartíma og skoraði sitt annað mark með hörkuskoti, 4:1.

Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði átta breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn. Aðeins Pepe Reina markvörður, Paul Konchesky vinstri bakvörður og Maxi Rodriguez kantmaður halda stöðum sínum. Jamie Carragher, Gary Johnson og Lucas Leiva eru á bekknum en Steven Gerrard, Fernando Torres, Christian Poulsen og Martin Skrtel eru ekki í leikmannahópnum í kvöld.

Lið Liverpool: Reina, Kelly, Kyrgiakos, Agger, Konchesky, Spearing, Meireles, Maxi, Cole, Babel, Ngog.
Varamenn: Jones, Johnson, Pacheco, Lucas, Carragher, Shelvey, Eccleston

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert