Reading þakkar Gylfa flugferð til Middlesbrough

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Brian McDermott knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Reading þakkar sölunni á Gylfa Þór Sigurðssyni til Hoffenheim að liðið getur ferðast til Middlesbrough á morgun með flugvél í stað þess að fara í langa rútuferð.

,,Við fljúgum til Middlesbrough. Þökk sé Gylfa. Við köllum ferðina Gylfa flug,“ sagði McDermott í gamansömum tón við vefinn get Bracknell.

Reading mætir Middlesbrough á Riverside í Middlesbrough í ensku 1. deildinni á laugardaginn og segir McDermott að ef Gylfi hefði ekki verið seldur fyrir 7 milljónir punda, 1,3 milljarða króna,  sé líklegt að liðið hefði ferðast kílómetrana 450 í rútubifreið,“ sagði knattspyrnustjórinn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert