Eiður Smári Guðjohnsen er hægt og bítandi að komast í form en hann hefur æft grimmt með Stoke-liðinu undanfarnar tvær vikur. Hann sat allan tímann á bekknum í 2:1 sigri liðsins á Aston Villa á mánudagskvöld og hann mun að líkum lætur hefja leik á varamannabekknum á morgun þegar Stoke fær West Ham í heimsókn á Britannia.
,,Hann tók ekki þátt í undirbúningstímabilinu svo er hann er aðeins á eftir öðrum. Við vorum heppnir að við fengum tveggja vikna landsliðshlé og gátum tekið lítið undirbúningstímabil með honum og sennilega tók það á fætur hans,“ segir Dave Kemp aðstoðarstjóri Stoke við enska blaðið The Sentinel.
,,Við höfum lagt áherslu á að koma honum í form og hann verður kominn í það fyrr en síðar. Hæfileikar eru til staðar hjá honum. Það sjá allir og líkt og stuðningsmennirnir þá bíð ég spenntur eftir því að sjá hann spila,“ segir Kemp.