Búlgarski knattspyrnumaðurinn Dimitar Berbatov var maður dagsins hjá Manchester United í dag þegar liðið lagði Liverpool 3:2 í uppgjöri erkifjendanna á Old Trafford. Berbatov skoraði öll mörkin og sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok eftir að Steven Gerrard hafði jafnað metin fyrir Liverpool með tveimur mörkum.
Manchester United er þá komið með 11 stig eins og Arsenal en Chelsea er fyrir ofan með 12 stig og mætir Blackpool klukkan 15. Liverpool situr eftir með 5 stig í 16. sæti deildarinnar og hefuraðeins unnið einn af fimm fyrstu leikjum sínum.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:
3:2 MARK - Þrenna hjá Dimitar Berbatov! Á 84. mínútu skallar Búlgarinn boltann í netið hjá Liverpool eftir fyrirgjöf frá John O'Shea.
2:2 MARK - Steven Gerrard er búinn að jafna á 70. mínútu!! Beint úr aukaspyrnu af 18 metra færi, finnur glufu í varnarveggnum og sendir boltann í hægra hornið.
2:1 MARK - Steven Gerrard skorar af miklu öryggi úr vítaspyrnunni á 64. mínútu og gefur Liverpool von á ný.
VÍTASPYRNA - Johnny Evans fellir Fernando Torres á markteig United á 63. mínútu.
2:0 MARK - Svakalegt mark frá Dimitar Berbatov á 59. mínútu. Minnir á mark Guðjóns Baldvinssonar fyrir KR gegn Fylki!! Nani sendir boltann fyrir markið frá hægri, Búlgarinn snýr baki í markið, tekur við boltanum og klippir hann síðan afturfyrir sig með ekta hjólhestaspyrnu, í þverslána og inn!! Pepe Reina stendur bara og horfir á....
ÞVERSLÁ - Nani þrumar boltanum í þverslána á marki Liverpool á 57. mínútu.
HÁLFLEIKUR - á Old Trafford og staðan er 1:0 fyrir Manchester United.
1:0 MARK - Manchester United nær forystunni á 42. mínútu. Dimitar Berbatov skorar með skalla eftir hornspyrnu.
Man Utd: Van der Sar, O'Shea, Vidic, Jonny Evans, Evra, Nani, Fletcher, Scholes, Giggs, Berbatov, Rooney.
Varamenn: Kuszczak, Brown, Owen, Anderson, Smalling, Macheda, Gibson.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Konchesky, Meireles, Poulsen, Maxi, Gerrard, Cole, Torres.
Varamenn: Jones, Agger, Jovanovic, Kyrgiakos, Babel, Lucas, Ngog.