Owen fær tækifæri gegn Scunthorpe

Michael Owen bíður eftir tækifæri í liði Manchester United.
Michael Owen bíður eftir tækifæri í liði Manchester United. Reuters

Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United staðfesti í dag að Michael Owen fengi langþráð tækifæri í byrjunarliði sínu á miðvikudagskvöld þegar United mætir Scunthorpe í deildabikarnum.

Owen hefur ekkert komið við sögu í fyrstu fimm leikjum United í úrvalsdeildinni og sagði í viðtali fyrir skömmu að sér fyndist að ferillinn væri að renna út í sandinn.

„Ég skil vonbrigði Michaels, þetta er hárrétt hjá honum, en ástæðan er sú að Berbatov byrjaði tímabilið mjög vel, og svo kom landsleikjahléið. Það er skiljanlegt að honum finnist allt vera að renna út í sandinn en hann æfir virkilega vel og missir aldrei úr æfingu. Hann byrjar inná gegn Scunthorpe og mun fá nóg að gera í vetur," sagði Ferguson við MUTV í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert