Benítez: Liverpoolmenn vissu ekkert um fótbolta

Rafael Benítez var í sex ár hjá Liverpool.
Rafael Benítez var í sex ár hjá Liverpool. Reuters

Rafael Benítez, sem nú stýrir Evrópumeistaraliði Inter Mílanó, hefur sent fyrrum vinnuveitendum sínum hjá Liverpool kaldar kveðjur og segir að þeir hafi ekki haft nokkurt vit á fótbolta.

Benítez var í sex ár hjá Liverpool, sem varð Evrópumeistari á fyrsta tímabili hans þar, en hann átti í stöðugum útistöðum við stjórn og eigendur félagsins, þá Tom Hicks og George Gillett, Bandaríkjamennina sem keyptu Liverpool árið 2007.

„Síðasta árið mitt hjá Liverpool vann ég með stjórnarmönnum sem vissu ekkert um fótbolta og var ekki hægt að ræða við um fótbolta á nokkurn hátt. Samskipti mín við Massimo Moratti forseta Inter eru hinsvegar góð, þar fer maður sem hefur vit á fótbolta," sagði Benítez við BBC í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert