Hodgson bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar

Roy Hodgson og aðstoðarmaður hans, Sammy Lee, á hlíðarlínunni í …
Roy Hodgson og aðstoðarmaður hans, Sammy Lee, á hlíðarlínunni í kvöld. Reuters

Roy Hodgson knattspyrnustjóri Liverpool bað stuðningsmenn félagsins afsökunar eftir niðurlægjandi tap sinna manna gegn Northampton í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Northampton sem leikur í fjórðu efstu deild gerði sér lítið fyrir og fagnaði sigri á Anfield þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

,,Allt sem ég get gert er að óska Northampton með sigurinn og í leiðinni verð ég að biðja stuðningsmenn okkar afsökunar. Þeir reiknuðu að sjálfsögðu með því að sjá okkur og vinna og það gerði ég líka,“ sagði Hodgson í viðtali við Sky Sports eftir leikinn.

,,Þegar þú ferð í vítakeppni og ert á heimavelli fyrir framan okkar heitustu stuðningsmenn þá vonast þú til þess að leikmenn þínir séu alla vega rólegir og hafi sjálfstraustið til að vinna vítakeppnina en það tókst okkur ekki,“ sagði Hodgson en Liverpool misnotaði tvær vítaspyrnur í vítakeppninni.

Tapið hjá Liverpool í kvöld kemur í kjölfarið á 3:2 tapi gegn erkifjendunum í Manchester United og eru stuðningsmenn „rauða hersins“ eðilega allt annað en ánægðir með gengi sinna manna þessa dagana.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert