Houllier enn samningslaus

Gerard Houllier verður á bekknum hjá Aston Villa í kvöld.
Gerard Houllier verður á bekknum hjá Aston Villa í kvöld. Reuters

Gerard Houllier stýrir loks liði Aston Villa í kvöld, tveimur vikum eftir að hann var ráðinn knattspyrnustjóri félagsins, en staðfesti í gær að hann væri ekki enn búinn að skrifa undir samning.

Houllier var í smá vanda með að losna undan störfum sínum hjá franska knattspyrnusambandinu og þurfti að funda sérstaklega þar eftir að hafa verið kynntur til sögunnar sem nýr stjóri enska félagsins.

„Nei, ég er ekki búinn að skrifa undir ennþá en það gerir ekkert til. Munnlegi samningurinn skiptir mestu máli. Ég held að ég hafi ekki skrifað undir samning við Liverpool á sínum tíma fyrr en í nóvember eða desember," sagði Houllier á fréttamannafundi í gær.

Aston Villa mætir Blackburn í 32ja liða úrslitum deildabikarsins í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert