Wenger: Áttum skilið að tapa

Arsene Wenger á bekknum í leiknum gegn WBA í dag.
Arsene Wenger á bekknum í leiknum gegn WBA í dag. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal var daufur í dálkinn þegar ræddi við fréttamenn eftir 3:2 tap sinna manna gegn nýliðum WBA á Emirates Stadium í dag.

,,Við vorum slakir og fengum þar með von úrslit. Við vorum slakir alls staðar, í vörninni, í framlínunni og á miðjunni og áttum skilið að fá út úr þessum leik,“ sagði Wenger en Arsenal lenti 3:0 undir áður en Samir Nasri náði að laga stöðuna með tveimur mörkum.

,,Einbeitingin var ekki til staðar hjá okkur og það var allt sem reyndist okkur erfitt í leiknum, sendingar og að vinna boltann. Við áttum skilið að tapa,“ sagði Wenger en þetta var fyrsti tapleikur Arsenal á tímabilinu.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka