Bolton og Manchester United skildu jöfn 2:2 í skemmtilegum leik á Reebok vellinum í Bolton í dag og tryggði varamaðurinn Michael Owen United jafntefli með fallegu skallamarki.
United komst upp í annað sæti deildarinnar með 12 stig, er þremur stigum á eftir Chelsea. Þetta var þriðja jafntefli Manchester-liðsins í jafnmörgum útileikjum.
Bolton er í 9.-14. sæti deildarinnar með 7 stig. Grétar Rafn Steinsson lék allan tímann fyrir Bolton og átti þokkalegan leik.
90. Leik lokið, 2:2.
73. MARK!! Michael Owen nýkominn inná sem varamaður skoraði með fallegri kollspyrnu eftir fyrirgjöf frá Nani.
67. MARK!! Búlgarinn Martin Petrov skorar efftir frábæra skyndsókn. Skot Búlgarans með hægri fæti hafði viðkomu í Darren Fletcher og fór þaðan í netið.
60. United hefur gert tvær breytingar á fyrsta stundarfjórðungnum í seinni hálfleik. Park kom inná fyrir Giggs sem haltraði meiddur af velli og á 60. mínútu kom Federico Macheda inná fyrir Rooney sem náði sér engan veginn á strik.
45. Hálfleikur, 1:1, í skemmtilegum leik á Reebok.
22. MARK!! Nani jafnaði metin eftir frábært einstaklingsframtak. Hann fékk boltann á eigin vallarhelmingi, brunaði upp völlinn og skoraði hnitmiðuðu skoti neðst í hornið.
15. Minnstu munaði að Johani Elmander tækist að koma Bolton í 2:0 en Van der Sar varði skot hans af stutti færi.
6.MARK!! Zat Knight miðvörðurinn stóri hjá Bolton skoraði með fallegri hælspyrnu eftir hornspyrnu frá Martin Petrov.
Lið Bolton: Jaaskelainen, Steinsson, Knight, Ricketts, Robinson, Lee, Holden, Muamba, Petrov, Elmander, Kevin Davies. Varamenn: Bogdan, Taylor, Mark Davies, Klasnic, Moreno, Blake, Alonso.
Man Utd: Van der Sar, O'Shea, Vidic, Jonathan Evans, Evra, Nani, Fletcher, Scholes, Giggs, Rooney, Berbatov. Varamenn: Kuszczak, Owen, Anderson, Smalling, Park, Rafael Da Silva, Macheda.