Stoke vann sætan útisigur á Newcastle, 2:1, í lokaleik sjöttu umferðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eiður Smári lék síðustu 30 mínúturnar og stóð fyrir sínu en staðan var 1:0 fyrir heimamenn þegar hann kom inná. Stoke komst með sigrinum úr fallsæti. Liðið hefur 7 stig í 14. sæti en Newcastle er með 8 stig í 10. sæti.
90. Leik lokið með 2:1 sigri Stoke. Fyrsti útisigur liðsins staðreynd.
84. MARK!! Stoke er komið yfir. Varnarmaðurin James Pearch skallaði boltann í eigið mark eftir hornspyrnu frá Matthew Ethrington.
66. MARK!! Hver annar en Kenwyne Jones skoraði fyrir Stoke. Hann skallaði í netið af stuttu færi.
65. Varamaðurinn Ricardo Fuller verður að hætta leik vegna meiðsla á öxl og leysir Eiður Smári hann af hólmi.
63. Jones er aftur að gera usla í vörn Newcastle en þrumuskalli hans eftir aukaspyrnu small í slánni.
59. Jones framherjinn stóri og stæðilegi í liði Stoke skallaði boltann í stöngina og Fuller var klaufi að skora ekki en hann náði frákastinu en skaut framhjá opnu marki.
55. Tony Pulis stjóri Stoke er búinn að gera tvær breytingar á liði sínu í upphafi seinni hálfleiks. Ricardo Fuller og Rory Delap eru komnir inná en Eiður Smári bíður enn eftir tækifærinu.
Búið er að flauta til leikhlés þar sem heimamenn í Newcastle verðskulda forystu. Stoke-liðið hefur engan veginn náð sér á strik og vonandi skellir Tony Pulis okkar manni, Eiði Smára Guðjohnsen, inná í seinni hálfleik.
43. MARK!! Kevin Nolan kom Newcastle yfir með marki úr vítaspyrnu á 43. mínútu sem dæmd var á Robert Hurth fyrir brot á framherjanum Andy Caroll.