Deschamps ræddi við Liverpool

Didier Deschamps.
Didier Deschamps. Reuters

Didier Deschamps, knattspyrnustjóri Marseille í Frakklandi og fyrrum fyrirliði heims- og Evrópumeistara Frakka, staðfesti í dag að rætt hefði verið við sig um að taka við liði Liverpool í sumar.

„Ég er mjög stoltur yfir því að félag á borð við Liverpool skyldi sýna mér þennan áhuga í sumar. En tímasetningin var ekki góð því ég var nýkominn af stað á undirbúningstímabilinu hjá Marseille. Ég er ekki viss um að stuðningsmenn og stjórnarmenn Marseille hefðu verið kátir ef ég hefði farið framá að fara til annars félags, tveimur dögum eftir að æfingar hófust," sagði Deschamps á fréttamannafundi í dag.

Sá fundur var vegna leiks Chelsea og Marseille í Meistaradeild Evrópu annað kvöld en Deschamps mætir þar með sitt lið á gamla heimavöllinn sinn, Stamford Bridge. Hann spilaði eitt tímabil með Chelsea, 1999-2000, og varð þá bikarmeistari með félaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert