Ferguson: Chelsea ætti að vera með fullt hús

Alex Ferguson er greinilega byrjaður í sálfræðihernaði.
Alex Ferguson er greinilega byrjaður í sálfræðihernaði. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Englandsmeistarar Chelsea hafi fengið svo auðvelda dagskrá í fyrstu umferðum úrvalsdeildarinnar að það sé eiginlega skrýtið að þeir séu ekki með fullt hús stiga.

Chelsea hefur unnið sex af sjö leikjum sínum en tapaði fyrir Manchester City, sem er í öðru sæti, fjórum stigum á eftir Lundúnaliðinu. Á meðan hefur Manchester United gert fjögur jafntefli og er fimm stigum á eftir Chelsea í þriðja sætinu.

Ferguson var spurður af Daily Post hvort hann hefði nokkuð efni á að tapa fleiri stigum í bráð.

„Jú, jú, öll lið tapa stigum, það er óumflýjanlegt. Ef þú lítur á leikjadagskrána hjá Chelsea þá hefðu þeir átt að vera búnir að vinna alla sína leiki, svo staða þeirra kemur mér ekki á óvart. Á meðan höfum við átt erfiða útileiki við Fulham og Everton og mætt Liverpool á heimavelli. Við, Liverpool og Arsenal höfum mætt toppliðum ífyrstu umferðunum. Það er enn eftir að reyna á Chelsea," sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka