Everton skildi Liverpool eftir á botninum

Mikel Arteta og Steven Gerrard eigast við í leiknum í …
Mikel Arteta og Steven Gerrard eigast við í leiknum í dag. Reuters

Everton sigraði Liverpool, 2:0, í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Goodison Park, heimavelli Everton, í dag. Þar með situr Liverpool eftir í 19. og næstneðsta sæti deildarinnar en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að John W. Henry tók við sem aðaleigandi félagsins.

Everton flaug hinsvegar alla leið uppí 11. sæti með sigrinum en Tim Cahill og Mikel Arteta skoruðu mörkin.

 Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

34. Tim Cahill kemur Everton yfir, 1:0, með viðstöðulausu þrumuskoti rétt utan markteigs eftir að Seamus Coleman komst að endamörkum hægra megin og sendi boltann fyrir.

45. Hálfleikur á Goodison Park og Everton er með verðskuldaða forystu, 1:0. Liverpool hefur þó komið betur inní leikinn eftir markið.

50. Mikel Arteta kemur Everton í 2:0. Eftir hornspyrnu skallar Kyrgiakos frá marki Liverpool en beint á Spánverjann sem þrumar boltanum í netið úr vítaboganum.


Everton: Howard, Neville, Jagielka, Distin, Baines, Coleman, Heitinga, Arteta, Osman, Cahill, Yakubu.
Varamenn: Mucha, Hibbert, Biljaletdinov, Beckford, Gueye, Mustafi, Baxter.

Liverpool: Reina, Carragher, Skrtel, Kyrgiakos, Konchesky, Gerrard, Lucas, Meireles, Cole, Maxi, Torres.
Varamenn: Jones, Aurelio, Jovanovic, Babel, Ngog, Spearing, Kelly.

John W. Henry, nýr eigandi Liverpool, mætir til leiks á …
John W. Henry, nýr eigandi Liverpool, mætir til leiks á Goodison Park í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert