Versta staðan í 57 ár

Roy Hodgson.
Roy Hodgson. Reuters

Varla eru margir stuðningsmenn Liverpool sammála Roy Hodgson knattspyrnustjóra sem kvaðst ánægður með frammistöðu sinna manna í grannaslagnum við Everton í gær. Þar unnu erkifjendurnir í bítlaborginni sætan sigur á mönnum Hodgsons, 2:0, frammi fyrir nýja eigandanum John W. Henry sem keypti Liverpool ásamt fyrirtæki sínu á föstudaginn.

Myndavélunum var oft beint að Bandaríkjamanninum og sessunautum hans, og honum var greinilega ekki skemmt á þessum fyrsta leik sínum með liðinu.

Sigur Everton var sanngjarn og það var ekki fyrr en staðan var orðin 2:0 í byrjun síðari hálfleiks, eftir mörk frá Tim Cahill og Mikel Arteta, að Liverpool tók eitthvað við sér.

Finnst við ekki vera í krísu

Það þarf að fara 57 ár aftur í tímann til að finna jafn slæma byrjun hjá Liverpool, sem nú situr í 19. og næstneðsta sætinu, og er aðeins fyrir ofan botnlið West Ham á markatölu. Haustið 1953 byrjaði liðið enn verr en núna, og það leiddi af sér fall úr efstu deild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert