Fabregas: Leið virkilega vel

Cesc Fabregas skorar þriðja mark Arsenal úr vítaspyrnu.
Cesc Fabregas skorar þriðja mark Arsenal úr vítaspyrnu. Reuters

Cesc Fabregas kom aftur inn í lið Arsenal í kvöld þegar liðið burstaði Shakhtar Donetsk, 5:1, í Meistaradeildinni. Fyrirliðinn hefur verið á sjúkralistanum síðustu vikurnar en hann var í byrjunarliðinu í kvöld og skoraði þriðja markið.

,,Ég vildi spila í 60-70 mínútur og það var fínt að koma útaf í stöðunni, 3:0,“ sagði Fabregas en hann fór af velli eftir að hafa skorað þriðja mark Arsenal úr vítaspyrnu.

,,Ég fann ekki fyrir nein og leið virkielga vel. Okkur þótti betra að ég hæfi leikinn því andlega ert þú meira tilbúinn og hitar betur upp. Ég var ánægður,“ sagði Fabregas.

Arsenal hefur unnið alla þrjá leiki sínum í riðlinum og hefur í þeim skorað 14 mörk. ,,Þetta var góð frammistaða og sýndi hversu miklir hæfileikar er í liðinu,“ sagði Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal eftir leikinn.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert