Scholes afgreiddi Rooney á æfingu

Wayne Rooney kemur ekki við sögu í kvöld.
Wayne Rooney kemur ekki við sögu í kvöld. Reuters

Wayne Rooney var borinn meiddur af æfingu hjá Manchester United í gær og að sögn The Times var það eftir harða tæklingu frá Paul Scholes. Rooney er þar með í raun og veru meiddur á ökkla og kemur ekki við sögu gegn Bursaspor í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Rooney vísaði því á bug í síðustu viku að hann hefði verið meiddur á ökkla, eins og Alex Ferguson hélt fram, en knattspyrnustjórinn ítrekaði á blaðamannafundinum fræga í gær að víst hefði verið um slík meiðsli að ræða hjá framherjanum.

Ekkert hefur verið gefið út um alvarleika meiðslanna en The Times segir að Rooney hafi yfirgefið æfingasvæðið á hækjum.

Aðrir sem ekki eru leikfærir hjá United fyrir leikinn í kvöld eru Michael Owen, sem er frá í tíu daga með væg nárameiðsli, og miðvörðurinn Jonny Evans sem er meiddur á mjöðm.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka