Risatilboð í Rooney á leiðinni?

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Reuters

Samkvæmt fjölmiðlum í Abu Dhabi í dag hefur Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, fyrirskipað sínum mönnum að setja saman tilboð til Manchester United í Wayne Rooney, sem sé of gott til að hægt sé að hafna því.

Eigandinn forríki er sagður vilja ná strax forskoti á önnur félög í baráttunni um Rooney. Þegar hefur komið fram að slíkt tilboð myndi gera Rooney að dýrasta og hæst launaða knattspyrnumanni sögunnar.

Enskir fjölmiðlar segja að á fundi umboðsmanns Rooneys við forráðamenn Manchester United í gær hafi fátt annað verið rætt en mögulegt risatilboð frá City.

Hópur stuðningsmanna United hélt friðsamlega mótmælastöðu fyrir utan hús Rooneys í Manchester í fyrrakvöld og þá hafa ýmis miður skemmtileg skilaboð til hans verið sett á skilti og borða í borginni. Stuðningsmenn Manchester United geta að sjálfsögðu ekki hugsað sér að hann klæðist treyju City og leiki þar við hliðina á öðrum fyrrum United-manni, Carlos Tévez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert