Liverpool enn í fallsæti þrátt fyrir sigur

Fernando Torres skoraði sigurmarkið gegn Blackburn í dag.
Fernando Torres skoraði sigurmarkið gegn Blackburn í dag. Reuters

Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Liverpool langþráðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið lagði Blackburn að velli, 2:1. Liverpool er þó áfram í 18. sæti deildarinnar en með jafnmörg stig og Blackburn og Fulham. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Sotirios Kyrgiakos og Fernando Torres skoruðu mörk Liverpool en Blackburn jafnaði metin í millitíðinni með sjálfsmarki Jamie Carragher.

90. Leik lokið. Blackburn náði ekki að ógna marki Liverpool að ráði og sanngjarn sigur heimamanna því í höfn.

53. Eftir hornspyrnu vinstra megin sendi Joe Cole boltann fyrir markið þar sem Fernando Torres var aleinn og skoraði næsta auðveldlega. Staðan því 2:1 fyrir Liverpool.

51. Jamie Carragher jafnaði metin fyrir Blackburn í 1:1 með sjálfsmarki en hann varð fyrir boltanum þegar samherji hans reyndi að spyrna frá marklínu eftir skot frá El-Hadji Diouf.

48. Sotirios Kyrgiakos kom Liverpool yfir með frábærum skalla af markteig eftir hornspyrnu Steven Gerrard.

45. Hálfleikur. Fernando Torres komst nálægt því að skora undir lok fyrri hálfleiks en allt kom fyrir ekkert og staðan í leikhléi var markalaus.

41. Lucas Leiva var í upplögðu færi til að koma Liverpool yfir en skallaði yfir af markteig í kjölfarið á hornspyrnu.

8. Joe Cole var í frábæru færi á markteigslínunni eftir sendingu frá hægri en Robinson varði skot hans. Raul Meireles fylgdi á eftir en skaut naumlega framhjá. Þarna mátti engu muna að Liverpool kæmist yfir.

Lið Liverpool: Reina, Carragher, Kyrgiakos, Skrtel, Konchesky, Lucas, Meireles, Maxi, Gerrard, Cole, Torres.
Varamenn: Jones, Jovanovic, Babel, Ngog, Poulsen, Shelvey, Kelly.

Lið Blackburn:
Varamenn:
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka