Hodgson: Reina fer ekki til United

Dimitar Berbatov skorar með bakfallsspyrnu án þess að Reina komi …
Dimitar Berbatov skorar með bakfallsspyrnu án þess að Reina komi vörnum við. Reuters

Roy Hodgson knattspyrnustjóri Liverpool segir útilokað að markvörðurinn Pepe Reina gangi í raðir erkifjendanna í Manchester United í janúar en orðrómur hefur verið í gangi að Sir Alex Ferguson vilji fá Spánverjann snjalla í sínar raðir.

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að ákvæði séu í samningi Reina að hann geti farið frá Liverpool í janúar en hann gerði nýjan sex ára samning við félagið í sumar.

,,Þetta er bara eina af þessum sögum sem einhverjum dettur í hug að gera. Pepe er frábær hjá okkur, hann er undirstaða í okkar liði. Allt sem hann gerir í kringum félagið er frábært. Hann er alltaf líflegur í búningsklefanum, er alltaf góður á æfingunum og vill alltaf bæta sig.

,,Við höfum ekki heyrt neitt frá Manchester United og það sem meira er, við viljum ekki heyra neitt frá Manchester United. Það getur verið að Ferguson vilji fá Reina af því hann er besti markvörður í heimi en við munum ekki selja hann,“ sagði Hodgson við enska blaðið Liverpool Echo.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert