Arsenal og Chelsea knúðu fram sigra

Emmanuel Adebayor skorar úr vítaspyrnu fyrir Manchester City gegn Wolves …
Emmanuel Adebayor skorar úr vítaspyrnu fyrir Manchester City gegn Wolves í dag. Reuters

Arsenal og Chelsea náðu bæði að knýja fram sigra á síðustu stundu í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og sitja áfram í tveimur efstu sætunum. Botnlið Wolves vann óvæntan sigur á Manchester City.

Alex Song skoraði sigurmark Arsenal gegn West Ham á 88. mínútu, 1:0, og Branislav Ivanovic skoraði sigurmark Chelsea í Blackburn á 84. mínútu, 2:1.

Chelsea er þá með 25 stig á toppnum og Arsenal 20. Manchester United og Manchester City eru með 17 stig og Tottenham 15 en leikir Manchester United og Tottenham hefst á Old Trafford klukkan 16.30.

Eiður Smári Guðjohnsen sat á varamannabekk Stoke allan tímann þegar Everton lagði Stoke, 1:0, með marki frá Aiyegbeni Yakubu.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

ARSENAL - WEST HAM 1:0 (leik lokið)

70. Theo Walcott kemur inná hjá Arsenal og hans fyrsta verk er að bruna inní vítateig þar sem hann á skot í innanverða stöngina, og þaðan fer boltinn í hendurnar á Robert Green markverði!
88. Alex Song skorar langþráð mark fyrir Arsenal, 1:0, eftir fyrirgjöf frá Gael Clichy. Loksins er Robert Green sigraður en hann hefur átt stórleik í marki West Ham.

Arsenal: Fabianski, Sagna, Squillaci, Koscielny, Clichy, Song, Denilson, Nasri, Fabregas, Arshavin, Chamakh.
Varamenn: Szczesny, Rosický, Vela, Walcott, Djourou, Eboue, Bendtner.
West Ham: Green, Jacobsen, da Costa, Gabbidon, Ilunga, Parker, Behrami, Noble, Boa Morte, Obinna, Piquionne.
Varamenn: Stech, Reid, Tomkins, Cole, Barrera, Kovac, Faubert.


EVERTON - STOKE 1:0 (leik lokið)

67. Ayiegbeni Yakubu kemur Everton yfir, 1:0. Fyrsta mark hans á tímabilinu, neglir boltanum í mark Stoke eftir að Tim Cahill á skot í stöng. Eiður Smári er ennþá á varamannabekk Stoke.

Everton: Howard, Neville, Jagielka, Distin, Baines, Coleman, Arteta, Heitinga, Pienaar, Cahill, Yakubu.
Varamenn: Mucha, Hibbert, Bilyaletdinov, Saha, Beckford, Gueye, Rodwell.
Stoke: Begovic, Huth, Shawcross, Faye, Collins, Walters, Whitehead, Wilson, Etherington, Sanli, Jones.
Varamenn: Nash, Higginbotham, Whelan, Eiður Smári, Pennant, Delap, Wilkinson.

BLACKBURN - CHELSEA 1:2 (leik lokið)

22. Benjani Mwaruwari kemur Blackburn yfir, 1:0, með skalla eftir fyrirgjöf frá El Hadji Diouf.
39. Nicolas Anelka jafnar fyrir Chelsea, 1:1, eftir skallasendingu frá Didier Drogba. Hans 11. mark í 15 leikjum gegn Blackburn á ferlinum.
84. Branislav Ivanovic kemur meisturum Chelsea yfir, 1:2, með skalla eftir flotta rispu og fyrirgjöf frá Júrí Zhirkov. Tveimur mínútum áður nýtti Jason Roberts ekki dauðafæri til að koma Blackburn yfir.

Blackburn: Robinson, Salgado, Samba, Nelsen, Givet, Jones, Mame Diouf, Emerton, Pedersen, El-Hadji Diouf, Mwaruwari.
Varamenn: Bunn, Olsson, Dunn, Kalinic, Grella, Hoilett, Roberts.
Chelsea: Cech, Ivanovic, Alex, Terry, Cole, Essien, Mikel, Zhirkov, Anelka, Drogba, Malouda.
Varamenn: Turnbull, Bosingwa, Ferreira, Kalou, Sturridge, Kakuta, McEachran.

WOLVES - MANCHESTER CITY 2:1 (leik lokið)

23. Emmanuel Adebayor kemur City yfir úr vítaspyrnu, 0:1. Hún er dæmd á Richard Stearman sem brýtur á David Silva.
30. Nenad Milijas jafnar fyrir Úlfana, 1:1, með góðu skoti frá vítateig.
57. David Edwards kemur Úlfunum í 2:1, fylgir vel á eftir þegar Joe Hart í marki City ver skot frá Kevin Doyle.

Wolves: Hahnemann, Foley, Stearman, Berra, Ward, Edwards, Henry, Milijas, Jarvis, Doyle, Hunt.
Varamenn: Hennessey, Van Damme, Elokobi, Ebanks-Blake, Fletcher, Mancienne, Mouyokolo.
Man City: Hart, Richards, Kolo Touré, Kompany, Boateng, Milner, Yaya Touré, Barry, Adebayor, Balotelli, Silva.
Varamenn: Given, Zabaleta, Wright-Phillips, Adam Johnson, Lescott, Vieira, Jo.

FULHAM - WIGAN 2:0 (leik lokið)

30. Clint Dempsey kemur Fulham yfir, 1:0, með skalla eftir fyrirgjöf frá Carlos Salcido.
44. Clint Dempsey er aftur á ferð og kemur Fulham í 2:0 með hörkuskoti eftir fyrirgjöf frá Chris Baird.

Fulham: Schwarzer, Baird, Hangeland, Hughes, Salcido, Davies, Murphy, Greening, Dempsey, Gera, Dembele.
Varamenn: Stockdale, Kelly, Pantsil, Andrew Johnson, Kamara, Riise, Dikgacoi.
Wigan: Al Habsi, Stam, Gary Caldwell, Alcaraz, Figueroa, Thomas, Diame, Cleverley, N'Zogbia, Rodallega, Di Santo.
Varamenn: Kirkland, Gohouri, Watson, Boselli, Moses, Steven Caldwell, Gomez.

Alex Song skoraði fyrir Arsenal á 88. mínútu.
Alex Song skoraði fyrir Arsenal á 88. mínútu. Reuers
Ayegbeni Yakubu kom Everton yfir gegn Stoke.
Ayegbeni Yakubu kom Everton yfir gegn Stoke. Reuters
Benjani, til hægri, kom Blackburn yfir og á hér í …
Benjani, til hægri, kom Blackburn yfir og á hér í höggi við Michael Essien í leiknum í dag. Reuters
David Silva krækti í vítaspyrnu fyrir Manchester City.
David Silva krækti í vítaspyrnu fyrir Manchester City. Reuters
Clint Dempsey skoraði tvívegis fyrir Fulham í fyrri hálfleik.
Clint Dempsey skoraði tvívegis fyrir Fulham í fyrri hálfleik. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert