Þrenna Nolans í stórsigri Newcastle

Kevin Nolan skorar eitt marka sinna fyrir Newcastle í dag.
Kevin Nolan skorar eitt marka sinna fyrir Newcastle í dag. Reuters

Kevin Nolan skoraði þrennu í dag þegar Newcastle burstaði Sunderland, 5:1, í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Newcastle komst uppí 7. sæti deildarinnar með sigrinum og er með 14 stig.

Sunderland seig hinsvegar niður í 11. sæti deildarinnar en liðið er með 12 stig.

Nolan kom Newcastle yfir með fallegu marki á 26. mínútu, 1:0. Hann var síðan aftur á ferðinni á 34. mínútu, 2:0, og Shola Ameobi kom Newcastle í 3:0 á lokamínútu fyrri hálfleiks þegar hann skoraði úr vítaspyrnu.

Titus Bramble, miðvörður Sunderland, fékk rauða spjaldið á 53. mínútu fyrir að brjóta á Andy Carroll sem var að sleppa einn í gegnum vörnina.

Shola Ameobi skoraði sitt annað mark fyrir Newcastle á 70. mínútu, 4:0, með miklum þrumufleyg.

Fyrirliðinn Kevin Nolan innsiglaði þrennuna sína á 75. mínútu þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu, 5:0.

Darren Bent náði að koma Sunderland á blað á 90. mínútu þegar hann minnkaði muninn í 5:1.

Newcastle: Krul, Jose Enrique, Coloccini, Williamson, Simpson, Tiote, Barton, Nolan, Gutierrez, Ameobi, Carroll.
Varamenn: Soderberg, Routledge, Lovenkrands, Perch, Steven Taylor, Smith, Ranger.
Sunderland: Mignolet, Bardsley, Bramble, Turner, Henderson, Onuoha, Cattermole, Malbranque, Elmohamady, Welbeck, Bent.
Varamenn: Gordon, Richardson, Mensah, Zenden, Da Silva, Ferdinand, Gyan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert