Grétar Rafn Steinsson er í liði vikunnar hjá Sky Sports og netmiðlinum soccernet.com fyrir frammistöðu sína með Bolton þegar liðið vann góðan sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.
Grétar Rafn skoraði annað mark Bolton í leiknum og náði að halda Gareth Bale kantmanninum skæða hjá Tottenham vel í skefjum en Bolton-liðið sýndi góða frammistöðu gegn lærisveinum Harry Redknapps.
Lið vikunnar hjá Sky Sport er þannig skipað:
Markvörður: Paul Robinson (Blackburn).
Varnarmenn: Seamus Coleman (Everton), Mike Willamson (Newcastle), Jamie Carragher (Liverpool), Grétar Rafn Steinsson (Bolton)
Miðjumenn: Barry Bannan (Aston Villa), Ji-Sung Park (Man Utd) , Cheick Tiote (Newcastle).
Sóknarmenn: Fernando Torres (Liverpool), Asamoah Gyan (Sunderland), , Kevin Davies (Bolton)
Lið vikunnar hjá Soccernet.com lítur þannig út:
Markvörður: Pepe Reina (Liverpool)
Varnarmenn: Jamie Carragher (Liverpool), Grétar Rafn Steinsson (Bolton), Brede Hangeland (Fulham)
Miðjumenn: Chiel Tiote (Newcastle), Park Ji-Sung (Man Utd, Morten Gamst Pedersen (Blackburn) Mario Balotelli (Man City).
Sóknarmenn: Asamoah Gyan (Sunderland), Fernando Torres (Liverpool), Andrew Carroll (Newcastle).