Leikur Manchester City og Manchester United olli knattspyrnuáhugamönnum miklum vonbrigðum en grannaliðin gerðu markalaust jafntefli í vægast sagt leiðinlegum leik. Mynd sem náðist af þeim Rio Ferdinand og Carlos Tévez úr leiknum hefur vakið mikla athygli en þar eru þeir í vægast sagt undarlegum stellingum.
Ferdinand hefur séð myndina og skrifaði á Twitter síðu sína; ,,Maður sér svona myndir helst í dýralífsþáttum. Ég skil ekki af hverju Tevéz var bara ekki með latexhanska.“