Flottur sigur Stoke á Liverpool

Ricardo Fuller og Paul Konchesky eigast við í leiknum í …
Ricardo Fuller og Paul Konchesky eigast við í leiknum í dag. Reuters

Stoke gerði sér lítið fyrir og lagði Liverpool að velli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 2:0. Ricardo Fuller og Kenwyne Jones gerðu mörkin fyrir Stoke sem jafnaði Liverpool að stigum en liðin eru með 16 stig um miðja deild. 

Eiður Smári Guðjohnsen var á varamannabekknum hjá Stoke allan leikinn.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

90.+2 Eftir að hafa leikið vel gegn Chelsea á dögunum hefur Lucas Leiva ekki náð sér á strik í dag og steininn tók úr þegar hann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í uppbótartíma.

90. Það ætlaði allt um koll að keyra í Stoke þegar Kenwyne Jones kom liðinu í 2:0 með marki eftir stungusendingu frá Jermaine Pennant.

87. Það gengur ekkert hjá Liverpool að skapa sér færi og útlit fyrir sigur heimamanna sem voru að gera sína fyrstu skiptingu. Eiður Smári er enn á bekknum.

73. Ryan Babel er kominn inná í stað Maxi Rodriguez.

66. Liverpool freistar þess að breyta gangi leiksins með því að setja David Ngog inná í stað Raul Meireles, en það er Stoke sem hefur verið hættulegri aðilinn.

56. Stoke komst verðskuldað yfir þegar Ricardo Fuller kom boltanum í netið í kjölfarið á löngu innkasti frá Rory Delap.

45. Hálfleikur. Hvorugt liðanna kom boltanum í markið í fyrri hálfleiknum.

33. Stoke átti aðra góða tilraun þegar Kenwyne Jones sendi boltann fyrir markið á Matthew Etherington en knötturinn fór af varnarmanni og aftur fyrir endamörk.

13. Leikmenn Stoke eru óhræddir við að sækja á gestina og Dean Whitehead var nálægt því að koma þeim yfir en skot hans fór rétt framhjá markinu.

Lið Stoke: Begovic, Collins, Huth, Shawcross, Wilkinson, Etherington, Whitehead, Delap, Pennant, Fuller, Jones.
Varamenn: Sörensen, Higginbotham, Whelan, Eiður Smári, Walters, Wilson, Sanli.

Lið Liverpool: Reina, Konchesky, Kyrgiakos, Skrtel, Carragher, Maxi, Lucas, Gerrard, Meireles, Torres, Kuyt.
Varamenn: Jones, Ngog, Poulsen, Babel, Shelvey, Kelly, Jovanovic.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert