Arsenal komst í dag uppfyrir Manchester United og í annað sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að sigra Everton, 2:1, á Goodison Park í Liverpool.
Arsenal er þá komið með 26 stig en Manchester United er með 25 stig í öðru sætinu. Chelsea er efst með 28 stig og tekur á móti Sunderland klukkan 16.10. Everton er í 13. sæti með 15 stig.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
89. Tim Cahill minnkar muninn fyrir Everton í 1:2, þrumar boltanum í netið af markteig eftir hornspyrnu og skalla frá Louis Saha.
48. Cesc Fabregas bætir við marki fyrir Arsenal, 0:2, eftir þríhyrningsspil við Marouane Chamakh í vítateig Everton.
36. Bacary Sagna kemur Arsenal yfir, 0:1, þegar hann þrumar boltanum uppundir þverslána rétt utan hægra markteigshorn, eftir sendingu frá Andrei Arshavin.
Everton: Howard, Neville, Jagielka, Distin, Baines, Coleman, Arteta, Heitinga, Pienaar, Cahill, Saha.
Varamenn: Mucha, Hibbert, Bilyaletdinov, Beckford, Gueye, Yakubu, Rodwell.
Arsenal: Fabianski, Sagna, Djourou, Squillaci, Clichy, Nasri, Song, Wilshere, Arshavin, Fabregas, Chamakh.
Varamenn: Szczesny, Rosicky, van Persie, Walcott, Denilson, Eboue, Gibbs.