Pires genginn í raðir Aston Villa

Robert Pires, til hægri, er genginn í raðir Aston Villa.
Robert Pires, til hægri, er genginn í raðir Aston Villa. Reuters

Franski miðjumaðurinn Robert Pires er genginn í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa og gildir samningur hans við félagið út leiktíðina. Pires, sem er 37 ára gamall, kemur til Villa án greiðslu en hann yfirgaf Villareal í sumar þegar samningur hans rann út.

Pires fékk leyfi hjá sínu gamla félagi, Arsenal, að halda sér í formi, en í dag gekkst hann undir læknisskoðun hjá Aston Villa og stóðst hana og í kjölfarið skrifaði hann undir sex mánaða samning.

Hann gæti leikið sinn fyrsta leik með Aston Villa á sunnudaginn þegar liðið mætir Blackburn.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert