Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segist hafa brýnt það fyrir sínum mönnum að taka lið Wigan mjög alvarlega en liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Lið Wigan er vel fært um að gera góða hluti. Það vann Tottenham á White Hart Lane og náði góðum úrslitum á móti WBA og Liverpool. Það er góður stjóri í brúnni hjá liðinu og leikmenn eru greinilega farnir að hafa trú á honum,“ segir Ferguson á vef Manchester United.
United hefur haft ógnartak á Wigan en það hefur unnið síðustu 11 leiki liðanna og þar af úrslitaleik í deildabikarnum fyrir fjórum árum. Þá er Manchester United eina liðið í deildinni sem ekki hefur tapað leik svo lærisveinar Fergusons hljóta að teljast sigurstranglegri í rimmunni á morgun.