Fimmta leikinn í röð þurfti Eiður Smári Guðjohnsen að sitja á varamannabekk Stoke allan tímann þegar liðið vann sinn þriðja leik í röð. Stoke sótti WBA heim og fagnaði 3:0 sigri. Varamaðurinn Rob Walters skoraði tvö marka Stoke og Matthew Ethrington eitt.
Grétar Rafn Steinsson sat á bekknum hjá Bolton allan tímann sem burstaði Newcastle, 5:1, þar sem Johan Elmander og Kevin Davies gerðu tvö mörk hver.
Hermann Hreiðarsson kom ekkert við sögu hjá Portsmouth sem tapaði fyrir Barnsley 1:0, á útivelli.
Aron Einar Gunnarsson lék síðustu 35 mínúturnar fyrir Coventry sem vann 1:0 sigur á Burnley.
Heiðar Helguson sat á bekknum hjá QPR allan tímann sem hélt sínu góða gengi áfram en liðið sigraði Preston, 3:1.
Hvorki Ívar Ingimarsson né Brynjar Björn Gunnarsson voru í leikmannahópi Reading sem gerði 1:1 jafntefli við Watford.