Tottenham vann ótrúlegan sigur á grönnum sínum í Arsenal, 3:2, en leik liðanna var að ljúka á Emirates Stadium. Arsenal var 2:0 yfir í leikhléi en Tottenham gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með því að skora þrjú mörk í seinni hálfleik. Þetta er fyrsti sigur Tottenham á útivelli gegn Arsenal í 17 ár.
90. Leik lokið með 3:2 sigri Tottenham.
MARK!! 2:3 (84.) Tottenham er komið yfir á Emirates Stadium. Yones Kaboul skoraði með skalla eftir aukaspyrnu frá Van der Vaart. Frábær endurkoma hjá Tottenham.
MARK!! 2:2 (66.) Rafael van der Vaart hefur jafnað metin fyrir Tottenham með marki úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt á Fabregas þegar hann varði aukaspyrnu Van der Vaart með hendinni. Þvílík umskipti á leiknum.
MARK!! 2:1 (50.) Gareth Bale, hver annar, er búinn að minnka muninn fyrir gestina. Hann fékk sendingu innfyrir vörnina frá Van der Vaart og skoraði með lúmsku skoti. Nú er spenna kominn í grannaslaginn. Markið hjá Bale, smellið HÉR
45. Hálfleikur á Emirates Stadium þar sem Arsenal er 2:0 yfir. Heimamenn hafa ráðið ferðinni og hafa spilað sérlega vel og fátt sem bendir til annars en að þeir tylli sér í toppsætið, allavega um stundarsakir.
MARK!! 2:0 (26.) Marokkómaðurinn Marouane Chamakh skoraði eftir dæmigerða skyndisókn Arsenal. Arshavin átti sendingu frá vinstri kantinum inn á marteiginn og þar kom Chamakh á fleygiferð og skoraði af stuttu færi. Markið hjá Chamakh, smellið HÉR
MARK!! 1:0 (8.) Samir Nasri er búinn að koma Arsenal yfir gegn Tottenham. Hann fékk sendingu innfyrr vörn Tottenham frá Fabregas, hafði þar betur gegn Gomes markverði Tottenham og skoraði með skoti nánast frá endalínu. Markið hjá Nasri, smellið HÉR
Arsenal: Fabianski, Sagna, Squillaci, Koscielny, Clichy, Song, Denilson, Nasri, Fabregas, Arshavin, Chamakh. Varamenn: Szczesny, Rosicky, van Persie, Walcott, Wilshere, Djourou, Eboue.
Tottenham:
Gomes, Hutton, Gallas, Kaboul, Assou-Ekotto, Lennon, Jenas, Modric,
Bale, Van der Vaart, Pavlyuchenko. Varamenn: Cudicini, Bentley, Palacios,
Crouch, Defoe, Bassong, Corluka.
Dómari: Phil Dowd.