Grétar gæti spilað 100. leikinn

Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson. www.bwfc.co.uk

Grétar Rafn Steinsson gæti spilað sinn 100. leik fyrir Bolton um helgina þegar liðið fær Newcastle í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Með sigri kemst Bolton í 22 stig eða jafnmörg og Manchester City.

Bæði lið hafa spilað mjög vel það sem af er tímabilinu, Bolton er í 5. sæti með 19 stig og Newcastle með 18 stig í 8. sæti. Mikið hefur verið talað um fjárhagsvandræði Bolton undanfarna daga en leikmenn liðsins virðast ekki láta slíka umræðu á sig fá. Grétar Rafn Steinsson var í banni í síðasta leik en ef Owen Coyle ákveður að breyta liðinu sem vann Wolves 3:2 og spila Grétari verður þetta hans 100. leikur fyrir félagið. Grétar kom til liðsins árið 2008 frá AZ Alkmaar.

Þetta verður ekki bara áhugaverður leikur fyrir Grétar ef hann spilar heldur er fyrrverandi hetja og fyrirliði Bolton, Kevin Nolan að koma aftur á Reebook Stadium. Nolan var hjá félaginu í 12 ár og skoraði 50 mörk í 345 leikjum.

Nokkuð er um forföll í liði gestanna en Steve Harper markvörður, Ben Arfa, Dan Gosling og Ryan Taylor eru meiddir og þá er vandræðagemsinn Joey Barton í banni sem og Cheik Tiote. Hjá Bolton eru Kevin Davies, Ricardo Gardner, Jay O´Brien og JLoyd Samuel allir á meiðslalista.

omt@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert