United vill framlengja við Giggs og Scholes

Paul Scholes fagnar marki með United ásamt Dimitar Berbatov.
Paul Scholes fagnar marki með United ásamt Dimitar Berbatov. Reuters

Manchester United er að undirbúa að bjóða reynsluboltunum Ryan Giggs og Paul Scholes að framlengja samninga sína við félagið um eitt ár en Sir Alex Ferguson er mjög ánægður með líkamlegt atgervi þeirra og segir að þeir geti vel spilað lengur.

Þeir Giggs og Scholes eiga báðir glæslegan feril hjá Manchester-liðinu og að því er kemur fram í enskum blöðum í morgun vill United endurnýja samninga þeirra. Giggs og Scholes hafa leikið alla sinn feril með United, Giggs frá árinu 1990 og Scholes frá árinu 1994. 

Gary Neville hefur eins og þeir Scholes og Giggs verið lengi í herbúðum United en búist er við því að hann leggi skóna á hilluna eftir tímabilið og helli sér út í þjálfun hjá félaginu.

Þá hefur United í hyggju að gera nýja samninga við miðvallarleikmanninn Darren Fletcher sem og varnarmanninn Wes Brown.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka