Ferguson: Stórkostlegt afrek hjá Berbatov

Dimitar Berbatov fagnar innilega eftir að hafa skorað eitt markanna …
Dimitar Berbatov fagnar innilega eftir að hafa skorað eitt markanna í dag. Reuters

Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United var að vonum hæstánægður með búlgarska framherjann Dimitar Berbatov sem loksins sprakk út og skoraði fimm mörk í 7:1 sigri liðsins á Blackburn í úrvalsdeildinni í dag.

Berbatov varð með þessu fjórði leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að skora 5 mörk í leik og United komst á toppinn í fyrsta skipti á tímabilinu.

„Þetta var stórkostlegt afrek. Hann hefði getað skorað sjötta markið því Paul Robinson varði stórglæsilega frá honum undir lokin. Þegar framherjar skora ekki mörk, telja þeir að þeir séu að gera eitthvað rangt. Þannig er það alltaf og nú fór hann að skora á ný," sagði Ferguson við fréttamenn.

Andy Cole, Alan Shearer og Jermain Defoe eru einu leikmennirnir  sem hafa áður skorað fimm mörk í leik í úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert