Dimitar Berbatov skaut Manchester United á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með tilþrifum því hann skoraði fimm mörk í 7:1 stórsigri United á Blackburn. Stoke jafnaði gegn Manchester City, 1:1, í uppbótartíma og botnliðin West Ham og Wolves unnu góða sigra.
Manchester United er þá komið með 31 stig á toppnum, Arsenal er með 29 stig og Chelsea er með 28 stig og á leik til góða, gegn Newcastle á útivelli á morgun.
Grétar Rafn Steinsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru varamenn hjá Bolton og Stoke og hvorugur kom við sögu í dag.
Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
MAN.UTD - BLACKBURN 7:1 - leik lokið
2. Dimitar Berbatov kemur Man.Utd 1:0 yfir eftir aðeins 74 sekúndur með skoti rétt utan markteigs eftir sendingu Nanis frá vinstri.
24. Park Ji-sung kemur Man.Utd í 2:0 eftir sendingu frá Wayne Rooney í gegnum miðja vörnina.
27. Dimitar Berbatov skorar aftur fyrir Man.Utd á 27. mínútu, 3:0. Hann kemst inní skelfilega sendingu Pascals Chimbonda aftur til markvarðar og skorar auðveldlega.
47. Dimitar Berbatov fullkomnar þrennuna á 47. mínútu, 4:0, eftir einleik Nanis og sendingu.
48. Nani bætir við marki, 5:0, á 48. mínútu., fær boltann frá Anderson, platar Chimbonda uppúr skónum og skorar.
62. Dimitar Berbatov er óstöðvandi og skorar sitt fjórða mark á 62. mínútu. Nær frákasti í markteignum og þrumar boltanum í markið, 6:0.
70. Dimitar Berbatov heldur bara áfram að skora! Nú skýtur hann í varnarmann, fær boltann aftur og sendir hann í netið úr þröngu færi, 7:0.
83. Chris Samba nær að koma Blackburn á blað, 7:1, með skalla eftir fyrirgjöf frá Josh Morris.
Man Utd: Van der Sar, Rafael Da Silva, Ferdinand, Vidic, Evra, Nani, Carrick, Anderson, Park, Berbatov, Rooney.
Varamenn: Kuszczak, Giggs, Hernández, O'Shea, Evans, Fletcher, Obertan.
Blackburn: Robinson, Salgado, Samba, Nelsen, Chimbonda, Jones, Emerton, Dunn, Goulon, El-Hadji Diouf, Roberts.
Varamenn: Bunn, Givet, Linganzi, Mwaruwari, Hoilett, Hanley, Morris.
BOLTON - BLACKPOOL 2:2 - leik lokið
29. Ian Evatt kemur nýliðum Blackpool yfir, 0:1, með skalla eftir hornspyrnu.
58. Luke Varney kemur Blackpool í 0:2 á Reebok, líka með skalla eftir hornspyrnu.
76. Martin Petrov minnkar muninn fyrir Bolton í 1:2 með fallegu skoti frá vítateig.
89. Mark Davies jafnar metin fyrir Bolton, 2:2. Þrumuskot eftir glæsilega sókn þar sem Kevin Davies, Johan Elmander og Ivan Klasnic spila vörn Blackpool sundur og saman.
Bolton: Jaaskelainen, Ricketts, Cahill, Knight, Robinson, Lee, Mark Davies, Muamba, Taylor, Kevin Davies, Elmander.
Varamenn: Bogdan, Grétar Rafn, Petrov, Klasnic, Moreno, Blake, Cohen.
Blackpool: Kingson, Eardley, Cathcart, Evatt, Crainey, Grandin, Vaughan, Adam, Taylor-Fletcher, Campbell, Varney.
Varamenn: Halstead, Southern, Ormerod, Euell, Phillips, Edwards, Carney.
EVERTON - WBA 1:4 - leik lokið
16. Paul Scharner, austurríski landsliðsmaðurinn, kemur WBA yfir á Goodison Park, 0:1. Hörkuskalli eftir hornspyrnu.
26. Chris Brunt bætir við marki fyrir WBA, 0:2. Þrumufleygur beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi!
42. Tim Cahill minnkar muninn fyrir Everton í 1:2, að sjálfsögðu með skalla - eftir hornspyrnu frá Leighton Baines.
60. Mikel Arteta hjá Everton fær rauða spjaldið. Hann bregst illa við þegar Gonzalo Jara brýtur á honum og traðkar óþyrmilega á Jara. Rekinn útaf með það sama.
76. Somen Tchoyi bætir við marki fyrir WBA, 1:3, eftir glæsilegan einleik.
86. Youssouf Mulumbu skorar fjórða mark WBA, 1:4.
90. Mulumbu, markaskorari WBA, er rekinn af velli.
Everton: Howard, Hibbert Jagielka, Distin, Baines, Pienaar, Cahill, Heitinga, Arteta, Yakubu, Anichebe.
Varamenn: Mucha, Bilyaletdinov, Saha, Beckford, Coleman, Rodwell, Baxter.
WBA: Carson, Jara, Scharner, Tamas, Cech, Mulumbu, Morrison, Thomas, Brunt, Dorrans, Odemwingie.
Varamenn: Myhill, Tchoyi, Pablo, Barnes, Reid, Shorey, Fortune.
FULHAM - BIRMINGHAM 1:1 - leik lokið
24. Sebastian Larsson kemur Birmingham yfir, 0:1, eftir glæsilega skyndisókn og sendingu frá Aliaksandr Hleb.
53. Clint Dempsey jafnar fyrir Fulham, 1:1, eftir hornspyrnu og skalla frá Zoltán Gera.
Fulham: Schwarzer, Baird, Hangeland, Hughes, Salcido, Davies, Murphy, Etuhu, Dempsey, Gera, Kamara.
Varamenn: Stockdale, Kelly, Pantsil, Duff, Eddie Johnson, Dikgacoi, Greening.
Birmingham: Foster, Carr, Johnson, Ridgewell, Dann, Larsson, Fahey, Bowyer, Ferguson, Hleb, Jerome.
Varamenn: Doyle, Murphy, Phillips, Michel, Zigic, Parnaby, Beausejour.
STOKE - MANCHESTER CITY 1:1 - leik lokið
81. Micah Richards kemur City yfir, 0:1, með hörkuskoti frá vítateig eftir að hafa leikið á Robert Huth. Eiður Smári situr á bekknum allan tímann, Stoke er búið með þrjár skiptingar.
90. Mark Etherington jafnar fyrir Stoke í uppbótartíma, 1:1.
Stoke: Begovic, Wilkinson, Huth, Shawcross, Collins, Pennant, Whitehead, Delap, Etherington, Jones, Fuller.
Varamenn: Sörensen, Higginbotham, Whelan, Eiður Smári, Wilson, Walters, Sanli.
Man City: Hart, Richards, Toure, Kompany, Kolarov, De Jong, Milner, Barry, Silva, Balotelli, Tévez.
Varamenn: Given, Wright-Phillips, Adam Johnson, Boateng, Lescott, Vieira, Jo.
WEST HAM - WIGAN 3:1 - leik lokið
34. Valon Behrami kemur West Ham yfir, 1:0, í botnslagnum á Upton Park, eftir skallasendingu frá Fréderic Piquionne.
56. Victor Obinna bætir við marki fyrir West Ham, 2:0, eftir sendingu frá Piquionne.
63. Rob Green markvörður West Ham ver vítaspyrnu frá Mauro Boselli, leikmanni Wigan.
75. Scott Parker kemur West Ham í 3:0.
86. Tom Cleverley minnkar muninn fyrir Wigan í 3:1.
West Ham: Green, Jacobsen, Tomkins, Upson, Gabbidon, Behrami, Barrera, Parker, Stanislas, Piquionne, Obinna.
Varamenn: Boffin, Reid, Cole, Boa Morte, Kovac, McCarthy, Hines.
Wigan: Al Habsi, Stam, Gohouri, Steven Caldwell, Figueroa, Gomez, Diame, Thomas, Cleverley, N'Zogbia, Di Santo.
Varamenn: Pollitt, Watson, Boselli, Moses, McArthur, McManaman, Mustoe.
WOLVES - SUNDERLAND 3:2 - leik lokið
50. Kevin Foley kemur Wolves yfir, 1:0, eftir að Craig Gordon markvörður Sunderland ver frá Matt Jarvis.
67. Darren Bent jafnar fyrir Sunderland, 1:1. Asamoah Gyan, nýkominn inná sem varamaður, skallar boltann fyrir fætur hans.
77. Danny Welbeck kemur Sunderland yfir, 1:2.
81. Stephen Hunt jafnar fyrir Wolves, 2:2.
89. Sylvian Ebanks-Blake kemur Wolves yfir, 3:2, með þrumuskoti af 25 metra færi. Nýkominn inná sem varamaður og tryggir Wolves dýrmætan sigur.
Wolves: Hennessey, Zubar, Stearman, Elokobi, Ward, Foley, Mancienne, David Jones, Milijas, Jarvis, Doyle.
Varamenn: Hahnemann, Van Damme, Ebanks-Blake, Fletcher, Hunt, Bent, Davis.
Sunderland: Gordon, Onuoha, Ferdinand, Mensah, Bardsley, Richardson, Henderson, Cattermole, Zenden, Bent, Welbeck.
Varamenn: Mignolet, Malbranque, Angeleri, Da Silva, Riveros, Elmohamady, Gyan.