Fabregas: Flýti mér hægt

Cesc Fabregas er gjarn á að togna aftan í læri.
Cesc Fabregas er gjarn á að togna aftan í læri. Reuters

Cesc Fabregas, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Arsenal, er orðinn þreyttur á að togna sífellt aftan í læri og ætlar að taka sér allan þann tíma sem til þarf til að ná sér af meiðslunum í þetta skipti.

Meiðslin tóku sig upp enn á ný í síðustu viku þegar Arsenal tapaði fyrir Braga í Portúgal í Meistaradeild Evrópu. Fabregas og Arsene Wenger segja nú báðir að engin tímamörk hafi verið sett á endurkomu fyrirliðans.

„Ég mun ekki spila aftur fyrr en ég er orðinn fullkomlega heill. Ég ætla ekki að tímasetja það hvenær ég spila aftur. Liðið spilaði virkilega vel án mín gegn Aston Villa. En þetta er ákaflega svekkjandi og það erins og þegar svona lagað gerist, að allt fari úrskeiðis á sama tíma. En ég verð að vera sterkur og halda áfram að vinna í mínum málum. Ég hef aldrei komist í mitt besta form á þessu tímabili, svo það er betra að samherjar mínir spili. Þeir eru í betri æfingu en ég og ég kem bara aftur þegar ég er tilbúinn," sagði Fabregas í leikskrá Arsenal fyrir leikinn gegn Wigan í deildabikarnum í gærkvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert