Írska framherjanum Robbie Keane verður frjálst að yfirgefa Tottenham í janúar en Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham greindi frá því í dag að hann hafi rætt við leikmanninn og samþykkt að hann reyni fyrir sér á öðrum vígstöðvum.
Líklegast þykir að Keane fari til Aston Villa en hann kom aftur til Tottenham í fyrra eftir misheppnaða dvöl hjá Liverpool. Hann var í láni hjá Celtic frá janúar til loka leiktíðarinnar en eftir að hann sneri aftur til Tottenham í sumar hefur átt erfitt uppdráttar að vinna sér sæti í liðinu.