Liverpool hefði getað keypt Ronaldo

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Reuters

Gerard Houllier knattspyrnustjóri Aston Villa og fyrrum stjóri Liverpool segist hafa viljað kaupa Cristiano Ronaldo þegar hann var við stjórnvölinn hjá Liverpool en var meinað það af stjórn félagsins.

Stjórnin var ekki tilbúin að eyðileggja launaþakið og í staðinn fór Ronaldo til Manchester United og átti stærstan þátt í að liðið hampaði þremur Englandsmeistaratitlum í röð og varð Evrópumeistari.

,,Ég sá hann í Toulon á móti U21 árs landsliða. Ég spurðist fyrir um hann en við vorum með launaskala og greiddum leikmönnum ekki þau laun sem hann vildi fá. Síðan spilaði Manchester United æfingaleik við Sporting Lissabon og eftir þann leik fóru allir leikmenn United til Sir Alex og báðu hann um að kaupa Ronaldo,“ segir Houllier við blaðið Mail on Sunday.

,,Ég veit að sum kaup okkar voru ekki eins og góð og gætu hafa orðið. Kannski hefðum við unnið titilinn með Ronaldo en við vorum með Harry Kewell sem var frábær á þessum tíma og hann var mjög hungraður en var óheppinn með meiðsli.“



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert