Reina setti met hjá Liverpool

Pepe Reina fylgist með félögum sínum í leiknum á Anfield …
Pepe Reina fylgist með félögum sínum í leiknum á Anfield í kvöld. Reuters

Pepe Reina setti kvöld félagsmet hjá Liverpool en hann hélt hreinu í 100. skipti í 198 deildaleikjum með félaginu þegar lið hans lagði Aston Villa, 3:0, á Anfield.

Ray Clemence átti fyrra metið en hann hélt hreinu í 100 af fyrstu 217 deildaleikjum sínum fyrir Liverpool á sínum tíma. Bruce Grobbelaar var 225 leiki að ná þessum áfanga og Elisha Scott þurfti 283 leiki.

„Strákarnir eiga að fá heiðurinn fyrir þetta, það er þeim að þakka að ég hélt hreinu," sagði Reina hæverskur í leikslok en vildi jafnframt benda fréttamönnum á að fleiri hjá Liverpool en Steven Gerrard, Fernando Torres og Jamie Carragher kynnu að spila fótbolta. Þremenningarnir voru allir fjarri góðu gamni í kvöld.

„Við erum með stóran hóp, þetta er ekki þriggja manna lið. Þetta er 24 manna samvinna og allir hafa sitt hlutverk," sagði Reina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert