Shakhtar Donetsk, Arsenal og Roma hrepptu þrjú síðustu sætin sem í boði voru í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en riðlakeppninni lauk í kvöld með átta leikjum.
Staðan í leikjunum:
E-RIÐILL:
Bayern München - Basel 3:0 - leik lokið
CFR Cluj - Roma 1:1 - leik lokið
Lokastaðan: Bayern 15, Roma 10, Basel 6, Cluj 4.
Bayern og Roma í 16-liða úrslit, Basel í Evrópudeildina.
F-RIÐILL:
Marseille - Chelsea 1:0 - leik lokið
Zilina - Spartak Moskva 1:2 - leik lokið
Lokastaðan: Chelsea 15, Marseille 12, Spartak 9, Zilina 1.
Chelsea og Marseille í 16-liða úrslit, Spartak í Evrópudeildina.
81. Brandao kemur Marseille yfir gegn Chelsea, 1:0
G-RIÐILL:
AC Milan - Ajax 0:2 - leik lokið
Real Madrid - Auxerre 4:0 - leik lokið
Karim Benzema skoraði þrennu fyrir Real Madrid gegn Auxerre og Cristiano Ronaldo gerði eitt mark.
Lokastaðan: Real Madrid 16, AC Milan 8, Ajax 7, Auxerre 3.
Real Madrid og AC Milan í 16-liða úrslit, Ajax í Evrópudeildina.
H-RIÐILL:
Arsenal - Partizan Belgrad 3:1 - leik lokið
Shakhtar Donetsk - Braga 2:0 - leik lokið
Lokastaðan: Shakhtar 15, Arsenal 12, Braga 9, Partizan 0.
Shakhtar og Arsenal í 16-liða úrslit, Braga í Evrópudeildina.
85. Bacary Sagna hjá Arsenal fær rauða spjaldið fyrir að brjóta á leikmanni Partizan sem var sloppinn einn í gegn.
83. Adriano kemur Shakhtar í 2:0 gegn Braga.
78. Razvan Rat kemur Shakhtar yfir gegn Braga, 1:0, og þar með eru Úkraínumennirnir með efsta sætið í höndunum.
77. Samir Nasri fær boltann frá Alex Song rétt innan vítateigs Partizan og skorar með föstu skoti, 3:1.
73. Theo Walcott kemur Arsenal í 2:1, stuttu kominn inná sem varamaður. Hann fær boltann hægra megin í vítateignum, eftir að varnarmaður skallaði frá, og sendi hann beint í markhornið fjær.
53. Cléo jafnar óvænt fyrir Partizan á Emirates, 1:1, með skoti frá vítateig. Boltinn fer í Squillaci og þaðan yfir Fabianski í markinu.
30. Robin van Persie kemur Arsenal yfir úr vítaspyrnu eftir að brotið var á honum, 1:0.
Þessi lið eru komin í 16-liða úrslit:
Í styrkleikaflokki 1:
Tottenham
Schalke
Manchester United
Barcelona
Bayern München
Chelsea
Real Madrid
Shakhtar
Í styrkleikaflokki 2:
Inter Mílanó
Lyon
Valencia
FC Köbenhavn
Roma
Marseille
AC Milan
Arsenal