Bikarævintýri FC United lokið

Bikarævintýri FC United of Manchester, liðsins sem óánægðir stuðningsmenn Manchester United stofnuðu fyrir fimm árum, lauk í kvöld. Liðið, sem leikur í sjöundu efstu deild í Englandi tapaði fyrir Brighton, toppliði 2. deildar, 0:4 á heimavelli.

Liðin höfðu áður gert jafntefli, 1:1, á heimavelli Brighton.

Þar með verður það Brighton sem mætir Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth í nágrannaslag í 3. umferð bikarkeppninnar strax eftir áramótin.

FC United sló 2. deildarlið Rochdale út í 1. umferð aðalkeppninnar en hafði áður farið í gegnum margar umferðir í undankeppni utandeildaliðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert