Nani: Meiri ógn af Arsenal heldur en Chelsea

Nani í baráttunni með Manchester United.
Nani í baráttunni með Manchester United. Reuters

Portúgalski landsliðsmaðurinn Nani leikmaður Manchester United telur að liðnu standi meiri ógn af Arsenal heldur en Chelsea í baráttunni um enska meistaratitilinn.

Arsenal trónir á topp deildarinnar, er stigi á undan Manchester United sem á leik til góða en toppliðin tvö eigast við á Old Tarfford á mánudaginn. 

,,Ég lít á Arsenal sem meiri ógn en Chelsea. Chelsea hefur tapað nokkrum leikjum upp á síðkastið og gert jafntefli og þetta hefur sett strik í reikninginn hvað sjálfstraustið varðar. En Arsenal hefur verið á sigurbraut, er í toppsætinu og það hlýtur að gefa leikmönnum aukið sjálfstraust,“ segir Nani, sem hefur átt góðu gengi að fagna með United á tímabilinu.

,,Arsenal hefur gert góða hluti og Samir Nasri hefur verið sérlega skæður. Hann er mikilvægasti leikmaður liðsins og við verðum að hafa góðar gætur á honum. Ég kann vel við að spila á móti Arsenal og ég er bjartsýnn fyrir okkar hönd. Rooney og Anderson eru að koma sterkir upp og það er mikilvægt enda næstu leikir gegn Arsenal og Chelsea. Ef okkur tekst að vinna báða þessa leiki verðum við í góðri stöðu til að vinna titilinn.“





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka