Wenger óhress með ummæli Evra

Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger. Lið þeirra mætast í …
Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger. Lið þeirra mætast í stórleik á mánudaginn. Reuters

Sálfræðistríðið fyrir leik Manchester United og Arsenal er hafið. Ummæli Patrice Evra þar sem segir að  Arsenal sé eins og knattspyrnuskóli, liðið vinni enga titla og sé í hálfgerðri krísu, fóru illa í Arsene Wenger knattspyrnustjóra Lundúnaliðsins.

Wenger segir að Evra hafi með ummælum sínum sýnt Arsenal hálfgerða vanvirðingu en Manchester United tekur á móti Arsenal á Old Trafford á mánudagskvöldið.

,,Hann er búinn að kynda vel undir leiknum með þessum ummælum.  Við hugsum hins vegar bara um að spila þann fótbolta sem við viljum spila og við gefum lítið fyrir yfirlýsingar annarra á okkar liði.

Persónulega þá tel ég að leikmenn eigi að bera virðingu fyrir mótherjum sínum og það reynum við að gera,“ sagði Wenger á fréttamannafundi í dag en Evra tjáði sig um Arsenal-liðið í franska sjóvarpinu.

Spurður hvort Evra hafi verið ruddalegur sagði Wenger; ,,Ég læt ykkur dæma um það. Við viljum ekki fara út í svona tal fyrir leik sem þennan. Við viljum einblína á það hvernig við viljum spila og hunsa allar ögranir fyrir leikinn.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert