Park tryggði United sigur

Park Ji-Sung fagnar marki sínu í kvöld.
Park Ji-Sung fagnar marki sínu í kvöld. Reuters

Suður-Kóreumaðurinn Ji-Sung Park tryggði Manchester United sigurinn á Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Old Trafford í kvöld og með sigrinum komst United í efsta sæti deildarinnar. Liðið hefur tveggja stiga forskot á Arsenal og á að auki leik til góða.

90. Leik lokið með 1:0 sigri Manchester United.

84. Fyrsta skiptingin hjá United. Reynsluboltinn Ryan Giggs er leysir Andersson af hólmi.

73. Vítið í súginn!!! Wayne Rooney þrumar boltanum yfir úr vítaspyrnu sem dæmd var á Clichy fyrir að handleika boltann. Rooney er nú búinn að brenna af fjórum af síðustu níu vítaspyrnum sínum.

63. Van Persie og Fabregas koma inná í lið Arsenal fyrir Roscky og Wilshere.

59. Það er mikið fjör þessa stundina. Nani komst í dauðafæri en skot Portúgalans rétt utan markteigsins fór yfir mark Arsenal.

57. Hurð skall svo sannarlega nærr hælum upp við mark United. Van der Sar varði lúmskt skot frá Nasri, Chamakh náði frákastinu enVidic bjargaði meistaralega með fótskriðu.

55. Andersson komst í upplagt færi en Brasilíumaðurinn reyndi að vippa yfir Pólverjann unga í marki Arsenel sem sá við honum.

46. Seinni hálfleikur er hafinn. Engar skiptingar voru gerðar á liðunum.

45. Howard Webb hefur flautað til hálfleik. Staðan er, 1:0, heimamönnum í vil sem hafa verið öllu sterkari aðilinn í leiknum.

40.MARK!! Park er búinn að koma Manchester United á Old Trafford. Nani skaut að marki Arsenal, boltinn fór í Clichy og þaðan til Park sem skallaði boltann í netið.

23. Minnstu munaði að Nani kæmi United yfir en skot Portúgals úr vítateignum fór hárfínt framhjá.

10. Leikurinn fer fjörlega af stað en engin marktækifæri hafa litið dagsins ljós enn sem komið er.

Man Utd: Van der Sar, Rafael Da Silva, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Carrick, Anderson, Nani, Rooney, Park. Varamenn: Kuszczak, Brown, Berbatov, Giggs, Smalling, Hernandez, Obertan.


Arsenal: Szczesny, Sagna, Squillaci, Koscielny, Clichy, Song, Rosicky, Wilshere, Nasri, Chamakh, Arshavin. Varamenn: Fabianski, Fabregas, van Persie, Walcott, Denilson, Djourou, Bendtner. 

Dómari: Howard Webb.

Gael Clichy og Nani í baráttunni á Old Trafford í …
Gael Clichy og Nani í baráttunni á Old Trafford í kvöld. Reuters
Ji-Sung Park er hér að skora mark Manchester United.
Ji-Sung Park er hér að skora mark Manchester United. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert