Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea segist verða við störf hjá Lundúnaliðinu til 2012 í það minnsta. Vangaveltur hafa verið í gangi um framtíð Ancelotti vegna slaks gengis liðsins síðustu vikurnar en frá því Ray Wilkins hætti sem aðstoðarmaður Ítalans hefur liðið tapað mörgum stigum.
,,Vandamálið hjá Chelsea eru meiðslin. Við höfum misst leikmenn í meiðsli eins og Alex, Terry, Essien, Lampard og Drogba veiktist af malaríu. Það hefur ekki verið auðvelt að fylla skörð þessara leikmanna,“ sagði Ancelotti við ítalska blaðið Corriere dello Sport.
,,Það hafa ekki verið nein vandamá í búningsklefanum og sambandið er gott á milli manna. Við höfum spilað illa í nokkrum leikjum en við höfum líka verið óheppnir eins og í leiknum á móti Tottenham um síðustu helgi. En í þeim leik sá ég að við erum á lífi og komust á sigurbraut fljótlega,“ sagði Ancelotti en hans menn taka á móti Manchester United í sannköllum stórleik á sunnudaginn.