Rooney sparkaði í Chamakh (myndskeið)

Wayne Rooney er kappsamur leikmaður.
Wayne Rooney er kappsamur leikmaður. Reuters

Enski sóknarmaðurinn Wayne Rooney hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar á yfirstandandi leiktíð með liði sínu Manchester United. Það gæti hafa haft áhrif á framgöngu hans í leiknum við Arsenal á mánudaginn þar sem hann sparkaði Marouane Chamakh, sóknarmann Arsenal, niður.

Boltinn var ekki nálægur þegar atvikið átti sér stað og Rooney slapp því alveg við refsingu, en á myndbandinu hér að neðan er ekki annað að sjá en að Rooney hafi sparkað með viljandi hætti í Chamakh. Sparkið var þó ekki fast og Marokkóanum varð ekki meint af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert