Sjö leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og kvöld og þar af hefjast fimm þeirra strax klukkan 15. Aðeins einn er í kvöld en þá sækir topplið Manchester United heim lið Birmingham.
Manchester City fær tækifæri til að komast á toppinn í dag, í nokkra klukkutíma í það minnsta, en liðið spilar á heimavelli við Aston Villa klukkan 15. Tottenham fær Newcastle í heimsókn og myndi með sigri fara uppfyrir Chelsea og í fjórða sætið.
Leikir dagsins eru þessir:
15.00 Manchester City - Aston Villa
15.00 Stoke - Fulham
15.00 Sunderland - Blackpool
15.00 Tottenham - Newcastle
15.00 WBA - Blackburn
17.30 West Ham - Everton
20.00 Birmingham - Manchester United
Þá fara fram 10 leikir í 1. deildinni í dag og eru allir klukkan 15 nema hvað Coventry og QPR spila strax í hádeginu, kl. 12.15. Aron Einar Gunnarsson verður fjarri góðu gamni hjá Coventry þar sem hann tekur út annan leikinn af þremur í leikbanni, en Heiðar Helguson verður væntanlega í fremstu víglínu hjá toppliði QPR.
Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth sækja Leeds heim og Reading, lið Ívars Ingimarssonar og Brynjars Björns Gunnarssonar, leikur við Hull á útivelli.