United tapaði tveimur dýrmætum stigum

Craig Gardner stekkur hér yfir Ryan Giggs á St.Andrews í …
Craig Gardner stekkur hér yfir Ryan Giggs á St.Andrews í kvöld. Reuters

Lee Bowyer var bjargvættur Birmingham þegar liðið náði 1:1 jafntefli gegn Manchester United á St.Andrews í kvöld. Bowyer jafnaði metin fjórum mínútum fyrir leikslok og skaut liði sínu úr fallsætinu.

Stigið dugði United til að endurheima toppsætið en liðið hefur 38 stig eins og Manchester City en markatala United er betri, auk þess sem liðið á tvo leiki til góða á nágranna sína.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

90. Leik lokið með 1:1 jafntefli.

86. MARK!! Birmingham er að jafna metin. Reynsluboltinn Lee Bowyer kom boltanum í netið af stuttu færi. United menn mótmæltu ákaft og töldu að Nikola Zikic hefði notað hendina til að koma boltanum til Bowyer en markið stendur.

61. Minnstu munaði að Berbatov bætti öðru marki við en skot framherjans fór í stöng og útaf.

58. MARK!! Manchester United er komið yfir og hver annar en Dimitar Berbatov skoraði fyrir liðið. Búlgarinn fékk sendingu inn frá Darron Gibson og skoraði með föstu skoti neðst í markhornið.

45. Hálfleikur á St.Andrews. Staðan er, 0:0, í leik sem heimamenn í Birmingham hafa verið miklu sterkari aðilinn. United-liðið hefur spilað afar illa og ef að líkum lætur mun Sir Alex láta vel í sér heyra í búningsklefanum í hálfleik.

18. Ryan Giggs var nálægt því koma United yfir en skot hans með hægri fæti sem líklega átt að vera fyrirgjöf small í stönginni.

Birmingham: Foster, Carr, Johnson, Ridgwell, Dann, Bowyer, Larsson, Gardner, Ferguson, Beausejour, Jerome.
Varamenn: Taylor, Phillips, Derbyshire, Fahey, Zigic, Hleb, Jiranek.

Man Utd: Van der Sar, Rafael, Vidic, Ferdinand, Evra, Gibson, Andersson, Carrick, Giggs, Rooney, Berbatov.
Varamenn: Kuszczak, Neville, Hernandez, Evans, Fletcher, Obertan, Macheda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert