Anelka með en Grétar meiddur

Nicolas Anelka.
Nicolas Anelka. Reuters

Nicolas Anelka kemur inní liði Chelsea á nýjan leik í kvöld þegar ensku meistararnir taka á móti Bolton í úrvalsdeildinni. Nær öruggt er að Grétar Rafn Steinsson geti ekki spilað með Bolton vegna meiðsla.

Anelka missti af leik Chelsea og Arsenal á mánudagskvöldið vegna eymsla í hné en er orðinn frískur og kemur að óbreyttu inní byrjunarliðið. Mikel John Obi, félagi hans, meiddist hinsvegar í hné í þeim leik og verður ekki með í kvöld.

Grétar Rafn þurfti að fara af velli á sunnudaginn þegar Bolton sigrað WBA og verður nær örugglega ekki með á Stamford Bridge í kvöld af þeim sökum. Hinn bakvörður liðsins, Lee Chung-yong, er líka fjarri góðu gamni en hann er farinn til móts við lið Suður-Kóreu vegna Asíubikarsins.

Chelsea og Bolton eru í fimmta og sjötta sætinu og takist Bolton að sigra í fyrsta sinn í 15 viðureignum gegn Chelsea hafa liðin sætaskipti. Meistararnir, sem hafa ekki unnið í sex leikjum í röð, færu hinsvegar uppfyrir Tottenham á ný og í fjórða sætið með sigri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert