Langþráður sigur hjá Chelsea - Arsenal gerði jafntefli

Michael Essien og Kevin Davies í baráttunni á Stamford Bridge …
Michael Essien og Kevin Davies í baráttunni á Stamford Bridge í kvöld. Reuters

Tveimur leikjum af þremur í ensku úrvalsdeildinni er lokið. Chelsea vann sinn fyrsta sigur í sjö leikjum þegar liðið lagði Bolton, 1:0, og Arsenal tapaði dýrmætum stigum þegar liðið varð að láta sér lynda 2:2 jafntefli við Wigan á heimavelli.

Wigan - Arsenal, 2:2 (leik lokið)

81. MARK!! Heimamenn manni færra hafa jafnað metin með sjálfsmarki frá Squillaci, sem skallaði fyrirgjöf frá Rodaliega.

77. Rautt spjald!!  N'Zogbia leikmaður Wigan er rekinn af velli fyrir að skalla Jack Wilshere í andlitið.

44. MARK!! Daninn Nicklas Bendtner er búinn að koma Arsenal yfir á DW vellinum í Wigan og eins og staðan er núna er Arsenal komið upp að hlið Manchester United og Manchester City. Bendtner fékk sendingu frá Arshavin og skoraði af stuttu færi.

40. MARK!! Arsenal er búið að jafna metin með marki Rússans Arshavin. Hann skoraði með viðstöðulausu skoti.

17. MARK!! Ben Watson skorar fyrir Wigan úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að N'Zogbia var felldur innan teigs.

Wigan: Al Habsi, Stam, Gary Caldwell, Alcaraz, Gohouri, Thomas, Diame, Cleverley, Watson, N'Zogbia, Rodallega.
Varamenn: Pollitt, Boselli, Steven Caldwell, Gomez, McArthur, Figueroa, McManaman.


Arsenal: Fabianski, Eboue, Squillaci, Koscielny, Sagna, Diaby, Rosicky, Denilson, Bendtner, Chamakh, Arshavin.
Varamenn: Szczesny, Nasri, Vela, Walcott, Wilshere, Djourou, Clichy.

Chelsea - Bolton, 1:0 (leik lokið)

60.MARK!! Chelsea er búið að brjóta ísinn. Didier Droba slapp innfyrir flata vörn Bolton. Hann sendi boltann á Florent Malouda sem skoraði auðveldlega. Chelsea-liðið hefur sýnt gamalkunna takta í seinni hálfleik.

48. Drogba var nálægt því að skora en skot hans úr góðu færi fór í stöninga og þar sluppu liðsmenn Bolton með skrekkinn. Kannski hleypur þetta einhverju lífi í leik meistaranna sem hafa ekki unnið í síðustu sex leikjum sínum.

45. Hálfleikur á Stamford Bridge. Staðan er, 0:0, í vægast sagt tíðindalitlum leik.

Chelsea: Cech, Bosingwa, Ivanovic, Terry, Cole, Ramires, Essien, Lampard, Anelka, Drogba, Malouda.
Varamenn: Turnbull, Ferreira, Kalou, Van Aanholt, Bruma, Kakuta, McEachran.


Bolton: Jaaskelainen, Ricketts, Cahill, Knight, Robinson, Moreno, Holden, Muamba, Taylor, Kevin Davies, Elmander.
Varamenn: Bogdan, Petrov, Mark Davies, Klasnic, Blake, Alonso.

Liverpool - Wolves, 0:1 (leik lokið)

56. MARK!! Gestirnir eru komnir yfir á Anfield með marki frá Stephen Ward. Verði þetta úrslitin má reikna með því að Roy Hodgson verði kallaður á teppið hjá eigendum liðsins.

45. Hálfleikur á Anfield. Staðan er, 0:0, í frekar döprum leik og stuðningsmenn Liverpool láta ónægju sína í ljós með að púa á leikmenn liðsins þegar þeir ganga til búningsherbergja.

Liverpool: Reina, Johnson, Kyrgiakos, Skrtel, Konchesky, Kuyt, Gerrard, Lucas, Meireles, Torres, Ngog.
Varamenn: Jones, Agger, Aurelio, Cole, Maxi, Babel, Poulsen.


Wolves: Hennessey, Zubar, Stearman, Berra, Elokobi, Foley, Milijas, Hunt, Jarvis, Ward, Ebanks-Blake.
Varamenn: Hahnemann, Edwards, Fletcher, David Jones, Bent, Mujangi Bia, Batth.

Frá viðureign Wigan og Arsenal.
Frá viðureign Wigan og Arsenal. Reuters
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert