Engin tilboð hafa borist Stoke City í Eið Smára Guðjohnsen, að því er netútgáfa staðarblaðsins The Sentinel segir í dag, en Tony Pulis knattspyrnustjóri er sagður tilbúinn til að láta hann fara.
Sentinel segir að til umræðu hafi komið að Eiður færi til Zaragoza á Spáni, þegar samið var um kaup á Jermaine Pennant þaðan á dögunum, en síðan hafi verið gengið frá hreinu kaupverði, 2,8 milljónum punda.
Ennfremur er sagt að um áramótin muni staða Eiðs Smára hjá Stoke enn versna því þá komi framherjinn Mama Sidibe aftur inní leikmannahóp liðsins eftir langvarandi meiðsli.